Dagskrá

 • Fimmtudagur 26. júlí

  17:00 Tour de Fáskrúðsfjörður

  Hjólað verður frá Höfðahúsum við norðanverðan fjörðinn (punktur 25 á korti).
  ATH. Hægt er að fá hjólin ferjuð að Höfðahúsum. Farið verður frá planinu utan við Skólaveg 34 kl. 16:40 (punktur 20 á korti)
  Munið að ALLIR þáttakendur verða að vera með hjálm á höfði og neysla áfengra drykkja er ekki við hæfi á íþróttaviðburði sem þessum.

  18:00 Leikhópurinn Lotta

  Sýnir Gosa á Búðagrund (punktur 7 á korti).
  Ekki þarf að panta miða fyrirfram en það er um að gera að klæða sig eftir veðri, taka með sér teppi til að sitja á og myndavél svo hægt sé að taka mynd af sér með ævintýrapersónunum eftir sýningu.
  Miðaverð er 2.300 krónur en meðlimir í Stofni hjá Sjóvá fá frítt fyrir 2 börn ef keyptur er miði fyrir fullorðinn, gegn framvísun staðfestingar frá Sjóvá.

  20:30 Kenderíisganga að kvöldlagi

  Skemmtilegt bæjarrölt í góðra vina hópi. Lagt af stað frá Verkalýðshúsinu, Skólavegi 72 (punktur 12 á korti)
  ATH. Börn og ungmenni yngri en 18 ára eru á ábyrgð forráðamanna.

  22:00-00:00 Tónleikar með KK í Skrúði (punktur 18 á korti)

  Einstakt tækifæri til að berja augum þennan frábæra listamann flytja brot af sínu besta.
  Bar á staðnum, 18 ára aldurstakmark.
  Miðaverð 2.500 kr.

  Athugið: Hægt er að kaupa armband sem gildir á tónleika KK á fimmtudagskvöldi og Duplex á föstudagskvöldi ásamt dansleik með Góðum landsmönnum á laugardagskvöldi, fyrir aðeins 6.000 kr.
  Miðar á harmonikkudansleikinn eru aðeins seldir við innganginn og eru ekki inni í armbandinu.
 • Föstudagur 27. júlí:

  16:00 Dorgveiðikeppni

  Mæting á Bæjarbryggjunni neðan við Fram (punktur 15 á korti)
  Munið björgunarvestin.

  16:00 og 17:00 Fáskrúðsfjarðarhlaupið

  Hlaupið er frá Franska spítalanum við Hafnargötu (punktur 22 á korti), út með norðurströnd Fáskrúðsfjarðar. Hlaupaleiðin er malbikuð.
  Þrjár vegalengdir eru í boði, 5, 10 og 21 km.
  ATH. Ræst verður í 21 km hlaupið kl. 16:00 en 10 km og 5 km kl. 17:00

  22:00 – 23:30 Setning, brenna og söngur

  Setning Franskra daga 2018 á Búðagrund (punktur 7 á korti)
  Hljómsveitin Duplex sér um að leiða brekkusöng.
  Varðeldur –brekkusöngur – stanslaust stuð.

  23:30 Flugeldasýning

  00:00 – 03:00 Tónleikar í Skrúði (punktur 18 á korti)

  Hljómsveitin Duplex heldur uppi stuðinu á föstudagstónleikum Franskra daga.
  Notaleg stemming, bar á staðnum.
  18 ára aldurstakmark.
  Miðaverð 2.000 kr.

  Athugið: Hægt er að kaupa armband sem gildir á tónleika KK á fimmtudagskvöldi og Duplex á föstudagskvöldi ásamt dansleik með Góðum landsmönnum á laugardagskvöldi, fyrir aðeins 6.000 kr.
  Miðar á harmonikkudansleikinn eru aðeins seldir við innganginn og eru ekki inni í armbandinu.
 • Laugardagur 28. júlí

  10:00 – 11:00 Minningarhlaup um Berg Hallgrímsson

  Mæting við Skólamiðstöðina (punktur 10 á korti) og hlaupið að minnisvarða um Berg, við Búðaveg 36 (punktur 11 á korti)

  12:00 Helgistund í Frönsku kapellunni

  Helgistund á vegum þjóðkirkjunnar og kaþólsku kirkjunnar á Austurlandi.
  Franska kapellan er staðsett í frönsku húsaþyrpingunni rétt við Franska spítalann (punktur 22 á korti)

  13:00 Minningarathöfn í Franska grafreitnum (punktur 24 á korti)

  Minnst er franskra sjómanna sem látist hafa á Íslandsmiðum, og blómsveigur lagður að minnisvarða um þá. Sóknarprestur stýrir stundinni með þátttöku kaþólsku kirkjunnar á Austurlandi. Lifandi tónlistarflutningur.
  Hvetjum alla sem eiga íslenska þjóðbúninga til að mæta í þeim við þessa hátíðlegu athöfn, íslenska lopapeysan er líka vel við hæfi.
  Fjölmennum og minnumst þessara hugrökku sjómanna.

  13:30 Búningahlaup

  Hlaupið er ætlað börnum á öllum aldri og er ætlast til að þátttakendur mæti í skrautlegum klæðnaði.
  Mæting við Franska spítalann (punktur 22 á korti), hlaupið verður inn á hátíðarsvæðið við Tanga (punktur 21 á korti)
  Íþróttaálfurinn og Solla stirða hita upp með hlaupurunum og starta hlaupinu.

  14:00 Hátíð í bæ

  Hátíðardagskráin fer fram á planinu neðan við Tanga (punktur 21 á korti).
  Götumarkaður og fjölbreytt skemmtidagskrá þar sem m.a. koma fram Daði Freyr, persónur úr Latabæ, leiklistahópur og fleiri.
  Verðlaunaafhendingar og happdrætti.
  Frítt verður í leiktæki fyrir börnin á svæðinu.

  17:00 Íslandsmeistaramótið í Pétanque

  Spilað er á sparkvelli við Skólamiðstöðina (punktur 10 á korti), skráning á staðnum.
  Bráðskemmtilegt franskt kúluspil fyrir alla fjölskylduna.

  20:30 – 22:30 Harmonikkudansleikur í Skrúði (punktur 18 á korti)

  Fjölskyldusamkoma þar sem afar, ömmur, pabbar, mömmur og börn skemmta sér saman.
  Miðaverð: Fullorðnir 1000 kr. grunnskólabörn 500 kr. frítt fyrir börn á leikskólaaldri.
  Ath. Miðasala við innganginn, armbönd gilda ekki á þennan dansleik.

  00:05 – 03:00 Dansleikur í Skrúði (punktur 18 á korti)

  Hljómsveitin Góðir landsmenn ásamt stórsöngkonunni Írisi Hólm sjá um stuðið á alvöru sveitaballi. Bar á staðnum, 18 ára aldurstakmark.
  Miðaverð 3.000 kr.

  Athugið: Hægt er að kaupa armband sem gildir á tónleika KK á fimmtudagskvöldi og Duplex á föstudagskvöldi ásamt dansleik með Góðum landsmönnum á laugardagskvöldi, fyrir aðeins 6.000 kr.
  Miðar á harmonikkudansleikinn eru aðeins seldir við innganginn og eru ekki inni í armbandinu.
 • Sunnudagur 29. júlí

  12:00 Fáskrúðsfjarðarkirkja (sjá á korti)

  Helgistund með léttri tónlist, söng, stuttri hugleiðingu og skírn. Tilvalið að koma saman, þakka viðburði og samverustundir og kveðja með fararblessun þau sem komu í heimsókn til að njóta daganna með okkur heimafólkinu.

  13:30 - ??:?? Fjölskyldustund á íþróttavellinum. – aðgangur ókeypis (punktur 4 á korti)

  Froðurennibraut, hoppukastali fyrir þau yngstu, Nerf klúbbur Austurlands verður á staðnum.
  Frispígolfmót - skráning á staðnum. Keppendur komi með sína eigin diska.

  16:00 Félgsvist í Verkalýðshúsinu, Skólavegi 72 – efri hæð (punktur 12 á korti)

  Síðast en ekki síst spilum við félagsvist. Góður endir á vonandi frábærri helgi.
  Þátttökugjald kr. 500 kr.

Sjá dagskrá á PDF formi

Prenta | Netfang