Vegna óviðráðanlegra aðstæðna (harmonikkuhátíðar o.fl.) hefur ekki tekist að manna harmonikkuspilerí á laugardagskvöldið. Við deyjum þó ekki ráðalaus og blöndum saman nýjum og gömlum tímum og spilum harmonikkutónlistina rafrænt þetta árið, ekki viljum við sleppa því að dansa gömlu dansana. Við höfum þó frítt inn á þann viðburð vegna þessa :)
Einnig hefur gleymst að minnast á það í dagskránni að á vínylplötukvöldi í Templaranum verður boðið upp á kaffi og djús fyrir gesti þeim að kostnaðarlausu :)
ATH: Armbandið sem gildir á alla viðburði mun því lækka úr 6500 kr í 5500 kr.

Dagskrá

 • Miðvikudagur 20. júlí

  20:00 Ganga í aðdraganda Franskra daga

  Gengið yfir Staðarskarð. Mæting við höfðann utan við Höfðahús við norðanverðan Fáskrúðsfjörð (Sjá á korti).
  Göngustjóri Eyþór Friðbergsson S. 865-2327.

   

 • Fimmtudagur 21. júlí

  17:15 Tour de Fáskrúðsfjörður

  Hjólað verður frá Höfðahúsum (sjá á korti) við norðanverðan fjörðinn, að sundlauginni (sjá á korti)
  Mæting á staðnum. ATH. Hjólin verða ekki ferjuð frá Leiknishúsinu eins og verið hefur.

  Munið ALLIR þáttakendur verða að vera með hjálm á höfði og neysla áfengra drykkja er ekki við hæfi á íþróttaviðburðum sem þessum.

  18:00 Leikhópurinn Lotta

  Með sýninguna Litaland á Búðargrund (sjá á korti). Miðaverð er 1.900 krónur, ekki þarf að panta miða fyrirfram en það er um að gera að klæða sig eftir veðri, taka með sér teppi til að sitja á og myndavél svo hægt sé að taka mynd af sér með litunum eftir sýningu.

  20:00 Kenderíisganga að kvöldlagi

  Lagt af stað frá Skólamiðstöðinni (sjá á korti)
  ATH. Börn og ungmenni yngri en 18 ára eru á ábyrgð forráðamanna.

  22:00-00:00 Vínilplötukvöld í Templaranum (sjá á korti)

  Notaleg kvöldstund þar sem þú getur komið með uppáhalds vínilplötuna þína og fengið hana spilaða. í Templaranum verður boðið upp á kaffi og djús fyrir gesti þeim að kostnaðarlausu. Ekkert aldurstakmark. Aðgangseyrir 500.-

 • Föstudagur 22. júlí

  16:00 til 19:00 Sýningar opnar í Templaranum (sjá á korti), Tanga og sjóhúsi við Tanga (sjá á korti):

  Óskar Gunnarsson Ölver Jakobsson Guðrún Ás, Kox, Ágústa Líf Ólafsdóttir Gamlir munir, s.s. fjarskiptatæki, útvörp o.fl.

  16:00 Dorgveiðikeppni

  Mæting á Fiskeyrarbryggju neðan við frystihúsið (sjá á korti)

  Munið björgunarvestin          

  17:00 Fáskrúðsfjarðarhlaupið

  Hlaupið er frá Franska spítalanum við Hafnargötu (sjá á korti) og út með norðurströnd Fáskrúðsfjarðar. Þrjár vegalengdir eru í boði, 5, 10 og 21km. Skráning í hlaupið er í gegn um eyðublaðið hér á síðunni eða  á netfanginu This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

  17:00 – Tónleikar í Fáskrúðsfjarðarkirkju (sjá á korti)

  Sigrún Hjálmtýsdóttir (Diddú) og Bergþór Pálsson halda tónleika við undirleik Kjartans Valdemarssonar. (sjá nánari kynningu á facebook síðu)

  20:00 – Tónleikar í Fáskrúðsfjarðarkirkju (sjá á korti)

  Sigrún Hjálmtýsdóttir (Diddú) og Bergþór Pálsson halda tónleika við undirleik Kjartans Valdemarssonar. (sjá nánari kynningu á facebook síðu)

  22:00 – 23:30 Setning Franskra daga 2016 á Búðagrund (sjá á korti)

  Eiríkur Hafdal sér um að halda uppi stuðinu og leiða brekkusöng.

  Varðeldur –brekkusöngur – stanslaust stuð.

  23:30 Flugeldasýning

  00:00 – 03:00 Tónleikar í Skrúði (sjá á korti)

  Jón Hilmar og gestir á föstudagstónleikum Franskra Daga.

  Á tónleikunum leikur Jón Hilmar nokkur vel valin gítarlög ásamt því að fá með sér stórsöngvarana Hröfnu Hönnu og Bjarna Frey.

  Skemmtilegir tónleikar sem unnendur góðrar tónlistar vilja ekki missa af.

  Bar á staðnum, 18 ára aldurstakmark.

  Aðgangseyrir 2.500 kr.

  This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

 • Laugardagur 23. júlí

  10:00 til 12:00 og 16:00 til 19:00 Sýningar opnar í Templaranum (sjá á korti), Tanga og sjóhúsi við Tanga (sjá á korti):

  Óskar Gunnarsson Ölver Jakobsson Guðrún Ás, Kox, Ágústa Líf Ólafsdóttir Gamlir munir, s.s. fjarskiptatæki, útvörp o.fl.

  10:00 – 11:00 Minningarhlaup um Berg Hallgrímsson

  Mæting við Reykholt (sjá á korti), hlaupið að minnisvarða um Berg (sjá á korti).

  11:00 - 11:15 "Gangandi snilld" á loftinu í Tanga (sjá á korti)

  Birna Valborgar- og Baldursdóttir, lýðheilsufræðingur, fjallar lauflétt í 15 mínútna spjalli um mikilvægi hreyfingar fyrir andlega og líkamlega heilsu fólks á öllum aldri. Allir velkomnir og aðgangur ókeypis.

  12:00 Helgistund í Frönsku kapellunni

  Helgistund á vegum Þjóðkirkjunnar og kaþólsku kirkjunnar á Austurlandi.
  Franska kapellan er staðsett í frönsku húsaþyrpingunni rétt við franska spítalann (sjá á korti)

  13:00 Minningarathöfn í Franska grafreitnum

  Minnst er franskra sjómanna sem látist hafa á Íslandsmiðum, og blómsveigur lagður að minnisvarða um þá (sjá á korti). Sóknarprestur stýrir stundinni með þátttöku kaþólsku kirkjunnar á Austurlandi. Lifandi tónlistarflutningur.
  Hvetjum alla sem eiga Íslenska þjóðbúninga til að mæta í þeim við þessa hátíðlegu athöfn, íslenska lopapeysan er líka vel við hæfi.
  Fjölmennum og minnumst þessara hugrökku sjómanna.

  14:00 Skrúðganga frá Franska grafreitnum (sjá á korti) að Tanga (sjá á korti)

  14:15 Hátíð í bæ

  Hátíðardagskráin fer fram á planinu fyrir neðan Tanga (sjá á korti)
  Götumarkaður, fjölbreytt skemmtidagskrá þar sem m.a. koma fram Björgvin Frans, persónur úr Latabæ, Sirkus Íslands og fleiri. Verðlaunaafhendingar, happdrætti og margt fleira.

  14:00 Hopp.is með úrval hoppukastala og leiktækja á hátíðarsvæðinu

  15:00 - 15:25 BLIND tónleikar í Fáskrúðsfjarðarkirkju (sjá á korti)

  Ógleymanlegir tónleikar þar sem gestir upplifa nýja veröld með budnið fyrir augun! Einstakur viðburður sem sló í gegn á Bræðslunni í fyrra.

  Aðgangseyrir 1.000.-

  16:00 - 16:25 BLIND tónleikar í Fáskrúðsfjarðarkirkju (sjá á korti)

  Ógleymanlegir tónleikar þar sem gestir upplifa nýja veröld með budnið fyrir augun! Einstakur viðburður sem sló í gegn á Bræðslunni í fyrra.

  Aðgangseyrir 1.000.-

  17:00 - 17:25 BLIND tónleikar í Fáskrúðsfjarðarkirkju (sjá á korti)

  Ógleymanlegir tónleikar þar sem gestir upplifa nýja veröld með budnið fyrir augun! Einstakur viðburður sem sló í gegn á Bræðslunni í fyrra.

  Aðgangseyrir 1.000.-

  17:30 Íslandsmeistaramótið í Pétanque

  Á sparkvelli við skólamiðstöð (sjá á korti), skráning á staðnum.

  20:00 – 22:00 Harmonikkudansleikur í Skrúði (sjá á korti)

  Fjölskyldusamkoma þar sem afar, ömmur, pabbar, mömmur og börn skemmta sér saman. Aðgangur ókeypis.

  23:30 – 03:00 Dansleikur í Skrúði (sjá á korti)

  Rokkabillýbandið og Eyþór Ingi sjá um stuðið á alvöru sveitaballi. Bar á staðnum, 18 ára aldurstakmark. Aðgangseyrir 2500 kr.

 • Sunnudagur 24. júlí

  13:00 til 16:00 Sýningar opnar í Templaranum (sjá á korti), Tanga og sjóhúsi við Tanga (sjá á korti):

  Óskar Gunnarsson Ölver Jakobsson Guðrún Ás, Kox, Ágústa Líf Ólafsdóttir Gamlir munir, s.s. fjarskiptatæki, útvörp o.fl.

  11:00 Fáskrúðsfjarðarkirkja

  Samverustund í kirkjunni í umsjón sóknarprests. Blönduð dagskrá í tali og tónum.
  Hvetjum fólk til að fjölmenna (sjá á korti).

Sjá dagskrá á PDF formi

Prenta | Netfang

Athugið að hægt er að kaupa armband sem gildir bæði á tónleika Jóns Hilmars og gesta á föstudagskvöld og á dansleik Rokkabillýbandsins og Eyþórs Inga á laugardagskvöld á 4500 kr. Einnig er hægt að kaupa armband sem gildir á Vínylplötukvöldið, föstudagstónleikana, BLIND tónleikana og dansleikinn á laugardagskvöldinu á kr. 5.500.-