Fáskrúðsfjörður (oftast áður Búðir) er þorp á Austfjörðum og stendur við samnefndan fjörð. Íbúar þar voru 660 1. janúar 2014. [1]

Verslun hófst á Búðum upp úr 1880 og tók fljótlega að myndast kauptún sem byggt er í landi jarðarinnar Búða. Fyrsti kaupmaður sem verslaði hér, hét Friðrik Wathne, en árið 1888 setti Carl D. C. Tulinius, kaupmaður á Eskifirði, upp útibú á staðnum.

Fyrir aldamótin 1900 og fram undir 1935 voru Búðir helsta bækistöð franskrar skútuútgerðar á Austfjörðum. Þar var franskur konsúll, franskt sjúkrahús og frönsk kapella. Franskur grafreitur er út með ströndinni norðanverðri, nokkru utan við bæinn, hjá Hölknalækjum.

Sjá kort í sprettiglugga

Prenta | Netfang