Uppskriftir

 • Bretónskar smákökur

  Sablés Bretons

  • 300 g lint smjör
  • 300 g sykur
  • 2 eggjarauður
  • 400 g hveiti
  • 1 tsk. lyftiduft

  Smjör og sykur hrært vel saman. Eggjarauðum hrært út í. Að lokum hveiti og lyftidufti. Deigið elt
  með höndum, mótað í stóra pylsu í plastpoka og kælt. Skorið í 32 bita sem mótaðir eru í kúlur.
  Kúlurnar settar á bökunarpappír, ýtt á þær með gaffli. Penslað með eggjarauðu eða hvítu. Bakað
  í 15-20 mín. efst í ofni við 140°C. Kökunum leyft að bíða á plötunni í tvær mínútur áður en þær
  eru settar á rist.

 • Lauk- og ansjósubaka frá Nice

  Pissaladiére

  Botn:
  • 250 g hveiti
  • 125 g smjör
  • 6 msk vatn
  • salt
  Hrærið vel saman og látið standa nokkrar
  klukkustundir eða yfir nótt.

  Fylling:
  • 4-6 msk ólífuolía
  • 1 kg laukur
  • 3 hvítlauksgeirar
  • steinlausar svartar ólífur
  • 2-3 dósir ansjósur
  • salt-pipar
  • Herbes de Provance
  Skerið laukinn í þunnar sneiðar og hvítlaukinn smátt. Brúnið í 5 mín. við vægan hita í olíu. Bætið salti og
  pipar út í. Látið ekki brúnast of mikið.
  Gerið bökudeigið og setjið í eldfast form eða á plötu. Setjið laukinn ofan á og raðið ansjósunum yfir. Stráið
  Herbes de Provance yfir eftir smekk. Bakið í 20 mín. við 210°. Skreytið með ólífum og hellið 3 msk af ólífuolíu yfir.
   

 • Frönsk súkkulaðikaka

  200 g smjör
  200 g suðusúkkulaði
  4 egg
  3 dl sykur
  1 dl hveiti
  50 g fínt saxaðar möndlur

  Setjið smjör og súkkulaði í skál og bræðið yfir vatnsbaði. Þeytið egg og sykur mjög vel saman (20 mín.) Þegar smjörið og súkkulaðið hefur kólnað aðeins (má alls  ekki vera heitt) er það látið út í eggjahræruna. Síðan er hveiti og möndlum blandað varlega saman við.
  Smyrjið og sáldrið hveiti í miðlungsstórt tertuform (23cm í þvermál). Setjið degið í formið og bakið kökuna við 180°C í u.þ.b. 35 mín.
  Ath. kakan á að vera dálítið "klesst" í miðjunni. Látið kökuna kólna í forminu. Geymist vel á köldum stað eða í frysti.
   

 

Prenta | Netfang